Kokuyo
PERPANEP stílabók - lined (sarasara - smooth)
sara sara - er mjúkur pappír sem hentar vel fyrir skrif með kúlupenna eða rollerball penna, góður millivegur - mjúkur pappír en samt með smá áferð.
Bækurnar opnast flatt og er því hægt að nota hana sem í A4 formatti.
Kokuyo notar endurunna pappírskvoðu í pappírinn sem myndar forsíðuna, og FSC vottaðann pappír í blaðsíðurnar.
Smáaletrið
Stærð 21 x 14,8 cm (a5)
60 blaðsíður
6mm línustrikaðar síður
90gsm pappír
Hannað og framleitt í Japan af Kokuyo
Hvað er Perpanep stílabók og hvaða pappír hentar fyrir mig?
Við gerð þessara stílabóka, var hugsað út í öll smáatriði. Bækurnar eru léttar og þæginlegar til að grípa með sér. Þær koma í 3 mismunandi pappírsgerðum og því hægt að finna þá bók sem hentar þínu skriffæri.
tsuru tsuru - er einstaklega mjúkur pappír sem hentar best fyrir fineliner penna og blekpenna. Þessi pappír er gerður fyrir þau sem vilja eins léttan og mjúkan pappír og hægt er að finna.
sara sara - er mjúkur pappír sem hentar vel fyrir skrif með kúlupenna eða rollerball penna, góður millivegur - mjúkur pappír en samt með smá áferð.
zara zara - er grófari pappír, hentar fyrir þau sem elska að heyra gott hljóð frá pappírnum þegar skrifað er á hann. Hentar fyrir blekpenna og fineliner penna.
Í Japan tákna öll þess orð, tsuru-tsuru, sara-sara og zara-zara, hljóð sem pappír gefur frá sér.