Skip to content

Cart

Your cart is empty

Classiky

Fagurt handverk Classiky 

Classiky er japanskt merki sem á rætur sínar að rekja til Kurashiki,  fallegur bær í Okayama héraði í Japan. Bærinn er frægur fyrir einstaklega falleg viðarhús frá Edo tímabilinu sem mynda röð við fallegt síki. Hönnuðirnir hjá Classiky leggja áherslu að vandað sé til verka og gefi vísbendingar um hvernig varan var gerð, en vörurnar eru handgerðar og heiðra japanska handverkshefðir. 

Vörurnar eru ætlaðar til daglegar nota, og því meira sem þú notar þær, því fallegri verða þær. Hvernig væri að lífga upp á hversdagsleikann með fallegum pappírsvörum frá Classiky. 

-

Guðrún kynntist Classiky fyrst á ferðalagi sínu um Japan. "Það var eitt sumar að ég tók lest á ferð minni frá Naoshima að ég ákvað að stöðva ferðina í Okayama héraði, en vinkona mín hafði þá sent mér mynd af heimsókn sinni til Kurashiki borgar. Borgin var eins og í fallegum draumi, gömul timburhús við fallegt síki, umkringd trjám í blóma. Það var mikið um litlar verslanir og kaffihús, einyrkjar sem kynntu sínar hugmyndir og vörur fyrir ferðamönnum. Ég hitti þar mann sem skar út stimpla úr eplavið, og hann benti mér á að heimsækja verslun Classiky og síðan þá var ekki aftur snúið".

Classiky

This collection is empty

Continue shopping