LITLA GJAFAVÖRUverslunin

nakano

Nakano gjafavöruverslun er hugsmíði hjónanna Bang An og Guðrúnar Helgu. Nafnið Nakano, kemur frá litríku hverfi Tókýó sem þau kölluðu heima í nokkur ár. Lítil hof, vintage búðir, hrískökubúð sem hefur gengið í margar kynslóðir, listagallerý, kaffihús og svo margt fleira allt samþjappað á litlu svæði. Við leggjum áherslu á að kynna merki og hönnuði frá Japan sem vöktu eftirtekt okkar og færa okkur gleði í bland við önnur merki sem við hrífumst að. Verið hjartanlega velkomin í heimsókn til okkar í leyniverslun okkar á Grensásvegi 16 - gengið inn úr porti af 2 hæð