'nakano' er íslensk gjafavöruverslun á netinu sem leggur áherslu á að kynna upprennandi hönnuði frá Japan og Kóreu. Við leggjum mikla áherslu á að kynna aðeins vörur í versluninni okkar sem við þekkjum vel til sjálf og höfum prófað og elskað í nokkurn tíma. Við leggjum mikið upp á að eiga gott og traust samband við hönnuði og viðskiptavini okkar.

Nafnið nakano er fengið frá hverfinu sem við bjuggum í Tokyo í 5 ár. Þar má finna skrautlegt mannlíf, litlar verslanir og ýmsar jaðarmenningu sem veitti okkur innblástur til þess að stofna gjafavöruverslun á Íslandi. 'nakano' er líka einstaklega fallegt hérað í Japan þar sem finna má dásamlegar skíðabrekkur og heit böð. 

Vöruúrval okkar endurspeglar ekki alla þá fagurfræði sem má finna í Japan og Kóreu, en endurspeglar þær vörur sem við heilluðumst að eftir dvöl okkar.

Sem stendur erum við eingöngu netverslun og sendum okkar pantanir með Íslandspósti.

 

Lager Grensásvegur 16, 108 RVK

Sími 863-1187

nakanosix@gmail.com

VSK númer 128134