Skip to content

Cart

Your cart is empty

Article: Hvernig nota ég 3, 5, eða 10 ára dagbók

Hvernig nota ég 3, 5, eða 10 ára dagbók

Hvernig nota ég 3, 5, eða 10 ára dagbók

Fyrir tveimur árum byrjuðum við að selja vinsælar dagbækur frá Midori þar sem sami dagur er skrifaður niður á sömu blaðsíðuna, ár eftir ár. Þegar bókinni er haldið til haga í meira en eitt ár er hægt að sjá hvernig sami dagur var fyrir ári síðan og þar með eiga smá samtal við fortíðina. Það þarf ekki að kaupa sérstaka dagbók sem er svoleiðis, en það er hægt, það er líka auðvelt að búa til sína eigin þar sem ein blaðsíða getur verið fyrir einn dag og henni er síðan skipt í þrjá hluta, þrír hlutar fyrir þrjú ár! 

En, hver er galdurinn við að halda slíka dagbók? Fyrir marga getur það virst yfirþyrmandi að skrifa á hverjum degi og að halda í sömu bókina ár eftir ár en hér erum við með nokkur ráð! 

1. Að skrifa í dagbókina með morgunmatnum

Til að halda sér við efnið og skrifa daglega er mikilvægt að koma því upp í vana. Það getur þá hjálpað að tengja það við einhverja aðra daglega athöfn, til dæmis að geyma bókina við kaffivélina og skrifa niður nokkrar línur með kaffibollanum. Eða að setja bókina við náttborðið og skrifa þegar þú sest niður í rúmið og ert að fara að hátta. Eða eftir að þú hengir upp jakkann þinn þegar þú kemur heim úr vinnunni.

2. Stutt og hnitmiðað

Í öðrum dagbókum er oft gott að skrifa og skrifa, en það hefur reynst okkur betur fyrir 3, 5 eða 10 ára dagbækurnar að skrifa stuttorðar og hnitmiðaðar setningar. Að reyna að taka saman daginn í 1-3 setningum getur verið erfitt, en það kemur með æfingunni! 

3. Litið til baka

Í lok hverrar viku, mánaðar eða árs er gott að líta yfir það sem þú hefur skrifað niður og fara yfir það sem gengið hefur á. Það getur veitt þér hvatningu til að halda áfram að skrifa að fá slíka yfirsýn! 

4. Ómerkilegt í dag, merkilegt í framtíðinni

Ekki mikla fyrir þér hvað þú skrifar niður - þér hefði kannski þótt ómerkilegt að skrifa niður að þú hlustaðir á ákveðið lag fyrir einhverjum árum en þú hefðir kannski gaman af því í dag að uppgötva tónlistina sem þér þótti eitt sinn svo vænt um! 

 

5. Hentu fullkomnunaráráttunni út úm gluggann og njóttu!

Gleymdiru að skrifa niður í 5 daga, mánuð eða ár? Ekkert mál, kíktu í myndirnar í símanum og hnipraðu niður nokkrar línur eða hentu nokkrum límmiðum. Lykillinn á að halda áfram með heila dagbók er að láta fullkomnunaráráttuna ekki stoppa sig og njóta þess að skrifa (og leika sér!)

Read more

TRAVELER'S TOWN

TRAVELER'S TOWN

Travelers come and go all over the world, and the town has become a bustling place. Such an appearance creates a liveliness in the town and arouses the desire to travel. If there is a TRAVELER’S TO...

Read more
Fyrir listamanninn
myndlistarvörur

Fyrir listamanninn

Við tókum saman spennandi vörur fyrir listamanninn sem hægt er að finna hjá okkur í versluninni og á nakano.is!

Read more