Skip to content

Cart

Your cart is empty

Article: Fyrir listamanninn

Fyrir listamanninn
myndlistarvörur

Fyrir listamanninn

Hjá Nakano færðu allskonar fyrir listamanninn ✨

Hefuru gaman af því að teikna, mála eða skapa eitthvað sniðugt? Við leggjum áherslur á að kynna vandaðar myndlistarvörur frá Japan og Þýskalandi.

Við tókum við saman brot af úrvalinu okkar, allt frá vatnslitum og gvassmálningu í gel og brush penna, blýanta og liti, bækur með myndlistarpappír og allskonar öðru sniðugu fyrir sköpun og skipulag 🌞

  

LEUCHTTURM1917 SKETCHBOOK SQUARE (4.990kr)

Leuchtturm 1917 eru þekkt fyrir hágæða skissu-, stíla- og dagbækur. Þessi er gerð fyrir myndlistarvörur í huga og er 150gr pappírinn því eftir því. Fullkomin fyrir blýanta, tússliti, blý, blek, pastel og krítar.

MD NOTEBOOK COTTON A5 SKISSUBÓK (3.590kr)

MD NOTEBOOK COTTON A5 SQUARE SKISSUBÓK (3.290kr)

Minimalískar pappírsvörur úr hágæða pappír. Japanski hönnunarfyrirtækið Midori hefur þróað dúnmjúkan pappír sem finna má í vörulínu MD Paper. Pappírinn hentar einstaklega vel fyrir penna og sérstaklega blekpenna, pappírinn tryggir að blekinu blæði hvorki á pappírnum né í gegnum pappírinn. Þessi bók er MD Paper Cotton sem er pappír blandaðar með bómul (20%) sem gefur pappírnum hrjúfari áferð sem hentar einstaklega vel fyrir skissur.

MD NOTEBOOK THICK A5 MIXED MEDIA SKISSUBÓK (3.990kr)

MD NOTEBOOK THICK A5 SQUARE MIXED MEDIA SKISSUBÓK (3.890kr)

Ný vörulína frá MD PAPER - MD Notebook Thick, hér er MD Pappírinn endurbættur svo hann blæði síður í gegn þegar notaðir eru tússlitir, vatnslitir og annað. Bókin opnast flöt og því einstaklega þæginlegt að vinna í henni. Hægt er að teikna á forsíðuna og því getur gert hana algjörlega að þinni

UNI HI-UNI WOODEN PENCIL  (490kr)
Hágæða blýantar frá Uni Mitsubishi sem koma í 6 styrkleikum: 6B, 4B, 2B, B, HB, 2H, 4H 

KAWECO SKETCH UP 5.6 MM SVARTUR (7.290kr) 

KAWECO SKETCH UP 5.6 MM SILFUR (7.290kr)

Langar þig að kaupa þér lúxus teikniblýant - þá mælum við með að fjárfesta í Kaweco Sketch Up 5.6 skrúfblýantinum. Þetta er alvöru vinnuverkfæri sem er notað við tækniteikningar og listrænar teikningar. Skrúfblýanturinn skrifar 5.6mm línu og við seljum sérstök 5B blý sem henta vel í hann. Aftast á blýantinum er síðan yddari. 

KURETAKE FIS WATER BRUSH PEN (790kr - 1.490kr)

Pensill sem þú fyllir vatn í og klemmir saman til að fá vatn fram í pensil hárin. Þú ræður því vatnmagninu sem þú villt. Mjög sniðugt á ferðalagi og alltaf hægt að hafa vatn í burstanum í pennaveskinu og nota þegar hentar. Kemur í 4 stærðum: Small, medium, large og flat.

HOLBEIN ACRYLIC GOUACHE 20ML TÚBUR (MARGIR LITIR) (1.090kr)

Holbein Acrylic Gouache er mjög þekjandi akrýl málning frá Holbein Art Materials sem er vatnsheldin þegar hún er þornuð, þar af leiðandi getur þú málað mörg lög ofan á hvort annað. Holbein Acrylic Gouache litirnir breyta ekki um tón frá því hvernig hann birtist blautur og þegar hann er þurr - þar af leiðandi er liturinn sem þú sérð þegar þú málar sá litur sem þú "endar með"

GENERAL PURPOSE CASE PENNAVESKI (MARGIR LITIR) (1.590kr) 
Sniðugur vasi til að geyma allt milli himins og jarðar og hentar vel undir penna og önnur ritföng - koma í nokkrum litum! 

Við eigum einnig stærri vasa frá Nahe sem henta vel undir allskyns verkfæri og málningartúbur - sjá hér 

PENTEL ART BRUSH PEN (frá 1.290kr)
Mjög skemmtilegur brush penni, sem er með alvöru pensli og fljótandi bleki sem hægt er að kreista út í hárin. Getu því stýrt hversu mikið af bleki er í hárunum. Hægt að beita bæði fínt og breitt, eins og pensli. Koma í mörgum liti og eigum von á fleirum!

KURETAKE BIMOJI CALLIGRAPHY PENNAR (1.290kr)
Vandaður penni frá Kuretake sem fer einstaklega vel i hendi og auðvelt er að stjórna penna strokunum. Nokkrar stærðir - athugið að einn er dýrari vegna gerð oddsins. Water-based pigment ink

STÁLKLEMMA (S) FRÁ PENCO HIGHTIDE (1.190kr)
Klemman heldur saman mörgum blaðsíðum, kaffipokanum eða til þess að halda bókinni þinni opinni á meðan þú vinnur í henni. Á klemmunni er einnig gat efst svo hægt er að hengja hana upp á vegg. Líka til úr plasti og málmi.

VAXLITIR (3.590kr)
Fallegir vaxlitir þar sem hver er gerður úr sérstakri litasamsetningu, sem skilar sér skemmtilega á pappírinn þegar litað er með þeim. Kemur í tvem settum með mismunandi litum; MUSEE og FLOWER.

TRÉLITIR (420kr - 590kr)
Eigum annars vegar vandaða tréliti í ýmsum litum frá HOLBEIN (590kr stykkið) og hins vegar tréliti frá UNI (420kr stykkið).

PENCO STORAGE CADDY (3.290kr)
Lífgaðu upp á vinnuaðstöðuna með skipulagsvörunum frá Penco. Þetta sniðuga box kemur skipulagi á öll þín uppáhalds ritföng, eða hvað sem þér dettur í hug! Varan er til í nokkrum litum og stærðum. 

 

MONO STROKLEÐUR (290kr)
Svo má auðvitað ekki gleyma strokleðrinu, því öll gerum við mistök - en það er ekkert sem MONO strokleðrir okkar ræður ekki við.

Kíkið við í búðina okkar á Grensásvegi 16 - 2. hæð, 108 Reykjavík. Það er opið hjá okkur: 
Þri - Fös 12:00-18:00
Lau 11:00-17:00
Sun 13:00-17:00
Mán LOKAÐ

Og svo er auðvitað alltaf opið hjá okkur á nakano.is.

 

Read more

Hvernig nota ég 3, 5, eða 10 ára dagbók

Hvernig nota ég 3, 5, eða 10 ára dagbók

Hver er galdurinn við að halda dagbók ár eftir ár? Fyrir marga getur það virst yfirþyrmandi að skrifa á hverjum degi og að halda í sömu bókina en hér erum við með nokkur ráð! 

Read more
Ný vörulína frá MD PAPER PRODUCTS

Ný vörulína frá MD PAPER PRODUCTS

Minimalísku dagbækurnar frá MD PAPER hefur frá upphafi verið vinsælasta vörulínan í Nakano og hér kynnum við nýjungar frá fyrirtækinu.

Read more