Ný vörulína frá MD PAPER PRODUCTS
Minimalísku dagbækurnar frá MD PAPER PRODUCTS hefur frá upphafi verið vinsælasta vörulínan í Nakano. Við erum sammála um að það er pappírinn sem fær fólk til að kaupa bækurnar aftur og aftur en pappírinn hentar einstaklega vel fyrir blekpenna, pappírinn tryggir að blekinu blæði hvorki á pappírnum né í gegnum pappírinn.
Í nokkurn tíma hafa viðskiptavinir kallað eftir bókum með þykkari pappír og pappír sem hentar betur fyrir túss. MD PAPER hefur því bætt við vörulínuna sína og ætlum við í dag að kynna nokkrar nýjungar
1. Teiknaðu / Skrifaðu á bókarkápuna!
Bækurnar eru eins og minimalískar og hægt er forsíðan hefur alltaf verið auð, með tímanum segir forsíðan þína sögu og eldist forsíðan með tímanum. En nú er búið að skipta um bókarkápu á MD PAPER bókunum og er nú því hægt að skrifa eða teikna framan á kápuna - þetta bíður upp á endalausa möguleika.
Langar þig að prófa? MD Notebook A5 stílabókin (2890kr) er vinsælasta stílabókin frá MD Paper í Nakano
2. Ný pappírsgerð - MD PAPER THICK
Í nýju vörulínunni kynnumst við nýrri pappírsgerð sem byggist á klassíska MD Pappírnum en þolir meiri bleytu þar sem pappírinn er mun þykkari. Það má því líta á þessa stílabók sem mixed media skissubók eða stílabók. Bækurnar koma í tveimur stærðum og eru 96 blaðsíður.
MD Notebook Thick A5 Square (3890kr) og MD Notebook Thick A5 (3990kr)
Eins og allar bækurnar frá MD Paper þá opnast þær alveg flatar og því ekkert sem truflar þig við þína listsköpun og hugmyndavinnu.
3. MD COTTON nýjar stærðir
MD Paper Cotton bækurnar sem eru blandaðar með bómull sem gefur pappírnum hrjúfari áferð sem hentar einstaklega vel fyrir skissur. Þær hafa verið einstaklega vinsælar hjá teiknurunum okkar þar sem pappírinn grípur vel í blýið þegar skissað er. Nú hefur MD Paper hætt með gömlu stærðirnar (F0, F2, F3) og kynnir til leiks A5 og A5 Square - með þessum breytingu býðst notendum nú að kaupa hlífar á bækurnar sínar.
4. Ný stærð af dagbókum - halló vasadagbók í A7 stærð!
Við höfum verið að fá inn smá sýnishorn af þessari nýjung hjá okkur í Nakano og hefur henni verið svo vel tekið að þær seldist upp á methraða. Það er því mikil ánægja að segja frá því að bækurnar í A7 stærð eru komnar til að vera! Við eigum þær til með auðum síðum, línum og rúðum
Þú getur skoðað alla vörulínuna frá MD PAPER hér!
Kíkið við í búðina okkar á Grensásvegi 16 - 2. hæð, 108 Reykjavík. Það er opið hjá okkur:
Þri - Fös 12:00-18:00
Lau 11:00-17:00
Sun 13:00-17:00
Mán LOKAÐ
Og svo er auðvitað alltaf opið hjá okkur á nakano.is