Allt fyrir hundavini
Við hjá Nakano erum þekkt fyrir að hafa allskonar kisuvörur en það sem færri vita er að við erum jafnframt jafn miklir hundavinir. Við tókum því saman okkar uppáhalds hundavörur fyrir sumarið!
Þetta fallega pennaspjald er með hundateikningu eftir mjög vinsælan myndskreyti - Keiko Shibata. Pennaspjöld eru snilld þegar þú þarft að skrifa í bók og þig vantar smá stuðning. Við notum pennaspjöld líka til að gera beinar línur og til þess að mæla með - en á hliðinni er reglustika - það er meira að segja eitt í viðbót því þetta pennaspjald getur einnig verið bókamerki.
Límmiði sem hentar vel fyrir yfirborð sem verða fyrir hnjaski - framan á uppáhalds stílbókina þína, á símahulstrið eða á brúsann.
Þessi fallega bók er frábær ef þig langar í dagbók til að skrifa niður nokkrar dagsetnignar á dag. Bókin er ódagsett og skreytt með fallegum hundamyndum.
Pennaveskin frá PuniLabo standa sjálf upprétt á borðinu og eru með sérstakt hólf fyrir strokleður og smáhluti í lokinu. En það sem okkur finnst vera aðalmálið er að með þessi pennaveski ertu að kaupa þér félagsskap sem fylgist með þér á meðan þú skrifar og lærir með pennaveskinu þínu.
90 minnismiðar með allskonar útgáfum af Pommeranian, þurfum við að segja meira? Tilvalið til að gleðja þig í hversdagsleikanum, en líka ákveðið trikk að nota þessa minnismiða sem kort á pakka!
Við elskum þessa límmiða frá Greeting Life Japan, þeir koma í pínu litlum kassa eins og sending sem þú færð í pósti og gleðja hvern sem er! Tilvalið sem lítil gjöf fyrir einhvern sem elskar hunda
Þessar klemmur eru frábærar til að festa efst á bókina þína á meðan þú ert að skrifa - eða til að loka kaffipokanum eða hvað sem þig langar til að klemma!
30 bréfsefni og 5 umslög með fallegum japönskum shiba hundum. Þessir minna okkur alltaf á íslenska fjárhundinn. Hvernig væri að senda einhverjum lítið bréf?
Þessir minnismiðar eru í miklu uppáhaldi hjá okkur og við höfum pantað þá aftur og aftur - þeir verða einfaldlega að vera til í búðinni okkar til að gleðja okkur!