Skip to content

Cart

Your cart is empty

Article: Viðtal við Kelly Liang - ferðast með vatnslitum

Viðtal við Kelly Liang -  ferðast með vatnslitum

Viðtal við Kelly Liang - ferðast með vatnslitum

Í dag langar okkur að kynna ykkur fyrir listakonunni Kelly Liang, sem verður með sýninguna sína, ferðast með vatnslitum, í búðinni okkar út júlí! Við kynntumst Kelly fyrst í búðinni okkar, þar sem hún kom inn með krefjandi og góðar spurningar um nokkrar af vörunum okkar - við vissum strax að hér væri kona sem þætti einstaklega vænt um listina sína og verkfærin sín. Við sendum á Kelly nokkrar spurningar til að kynnast þessari flottu konu betur og heyra meira um sýninguna hennar. Viðtalið fór fram á ensku og má finna viðtalið á ensku fyrir neðan! 

1. Hvenær byrjaðir þú að mála?

Ég byrjaði að mála í janúar 2021.

2. Af hverju líkar þér að mála japanskar verslanir (e. storefronts)?

Mér finnst mjög gaman að mála japanskar verslanir. Ég hef alltaf verið heilluð af japanskri menningu og vona að ég geti einhvern tíma heimsótt Japan. Japanskar verslanir (e.storefronts) eru ótrúlega heillandi. Þær virðast vera alls staðar í Japan og oft með hefðbundna japanska byggingarlist. Sumar verslanir eru mjög gamlar og gefa okkur innsýn í fortíð Japans, en á meðan er aðrar umkringdar nýrri byggingum, sem skapar áhugaverða andstæðu í götumyndinni. Margir hafa stór skilti með heillandi japanskri skrautskrift sem er áberandi. Aðrar verslanir sýna jafnvel veggspjöld/auglýsingar með fullt af fallegri skrift, sem mér finnst alveg einstakt fyrir Japan. Aðrar verslanir hafa allt annan og minnimalískari blæ með snyrtilegum röðum af bonsai-trjám og plöntum, sem vekja tilfinningu um ró og virðast vera listaverk með japanskri fegurð. Það hvernig ljósið leikur á þessar verslanir, fallegir skuggarnir, auka þokka þeirra og aðdráttarafl. Og með fólk, bíla og hjól sem eiga leið framhjá, virðast þær lifandi og líflegar. Að mála öll þessi smáatriði flytur mig einfaldlega til Japans og fyllir mig gleði!

3. Hvar lærðir þú að mála?

Ég lærði að mála aðallega á netnámskeiðum og með því að horfa á fjölda myndbanda af mismunandi listamönnum að mála á netinu. Ég prófaði ýmsa miðla og verkfæri, en uppgötvaði að mér líkar best við vatnsliti. Ég gaf mér mikinn tíma í að æfa mismunandi málunaraðferðir, prófa mismunandi litasamsetningar og kanna hin ýmsu viðfangsefni. Ég hef einnig gaman af því að halda skissubók til að taka niður glósur, tjá nýjar hugmyndir og skissa niður innblástur í kringum mig. Að skoða málverk frá mismunandi listamönnum er önnur leið til að læra, þar sem ég rannsaka tækni þeirra og hvernig þeir skapa mismunandi áhrif og senur á sinn einstaka hátt. Það er eitthvað sem ég fæ aldrei nóg af!

4. Hvernig heldur þú áfram að mála með fullu starfi (einhver ráð)?

Það getur verið erfitt að finna tíma til að mála meðan maður vinnur fullu starfi, en svona fer ég að því. Á sumum vinnudögum fer ég snemma að sofa og vakna klukkan 5 á morgnana til að mála í rólegheitum áður en ég fer í vinnuna. Stundum teikna ég aðeins á kvöldin eftir að börnin fara að sofa. Um helgar mála ég stundum fram á nótt eða skýt inn stuttum 30 mínútna teiknisession yfir daginn. Að mála gerir mig svo hamingjusaman að ég finn aldrei fyrir þreytu meðan ég er að því.

5. Hvenær fluttir þú til Íslands?

Ég flutti til Íslands árið 2010 og það hafa verið 14 dásamleg ár!

6. Hver eru áhugamál þín?

Mér líkar að mála og teikna. Undanfarið hef ég haft gaman af því að gera myndbandsblogg og deila þeim með vinum mínum á samfélagsmiðlum. Mér finnst gaman að prófa nýja hluti og vera skapandi. Líf mittt er litríkara með áhugamálum!

7. Eitthvað sem þú vilt bæta við?

Ég vil gjarnan þakka fjölskyldu minni og vinum fyrir ómetanlegan stuðning og hvatningu. Sérstakar þakkir til Nakano verslunarinnar fyrir að skipuleggja þennan viðburð og gefa mér tækifæri til að sýna listaverkin mín í svo skemmtilegum verslunarumhverfi!

--

Englsih version

 

 

1. When did you start painting?

I started painting in January 2021.

2. Why do you like to paint Japanese store fronts?

Painting Japanese store fronts is something I enjoy. I've always been fascinated by Japanese culture and hope to visit Japan one day. Japanese store fronts are incredibly intriguing. They seem to be everywhere in Japan and often boast traditional Japanese architecture. Some are quite old, giving a glimpse into Japan's past, while surrounded by newer buildings, creating an interesting contrast. Many feature brand boards with captivating calligraphy, making them stand out. Some even display posters/advertisement with lots of characters, which is unique to Japan. Others have a different vibe, with neat arrangements of bonsai trees and plants, evoking a sense of serenity like artwork with Japanese elegance. The way light plays on these storefronts, casting beautiful shadows, adds to their charm and appeal. And with people, cars, and bicycles passing by, they feel vibrant and lively. Simply painting these details transports me to Japan and fills me with joy! 

3. Where do you learn painting?

I learned painting mainly from online courses and by watching lots of videos of different artists painting. I experimented with various mediums and tools, but I discovered that I enjoy watercolors the most. I spent a ton of time practicing different painting techniques, trying different color mixing and exploring painting different subjects. I also like to keep sketchbooks to take notes, express new ideas,  and sketch down the inspirations. Looking at paintings by different artists is another way I learn, studying their techniques and how they create different effects and scenes in their own unique styles. It's something I never get tired of! 

4. How do you keep painting with a full time job (any advice)?

Finding time to paint while working full-time can be tricky, but here's how I manage it. On some work days, I go to bed early and wake up at 5 AM for some peaceful painting time before work. Sometimes I sketch a little bit in the evenings after the kids go to bed. On weekends, I might paint late into the night or just squeeze in a few quick 30-minute sessions during the daytime. Painting makes me so happy that I never feel tired when I'm doing it.

5. When did you move to Iceland?

I moved to iceland in 2010, and it’s been magically 14 years!

6. What are your hobbies?

I like painting and drawing. Recently I like making video vlogs and sharing it with my friends in social medias. I like trying new things and being creative. My life becomes more colorful with hobbies!

7. Anything you want to add? 

I would like to extend my heartfelt gratitude to my family and friends for their unwavering support and encouragement. A special thank you to Nakano store for organizing this event and providing me with the opportunity to display my artwork in such a delightful store setting!

Read more

Allt fyrir hundavini

Allt fyrir hundavini

Við hjá Nakano erum þekkt fyrir að hafa allskonar kisuvörur en það sem færri vita er að við erum jafnframt jafn miklir hundavinir. Við tókum því saman okkar uppáhalds hundavörur fyrir sumarið!  P...

Read more
Hvernig nota ég shitajiki / pennaspjald?

Hvernig nota ég shitajiki / pennaspjald?

Í Nakano eru til ótal mörg spjöld í hinum ýmsu stærðum með hinar ýmsu myndir. Oft eru þau með sætum myndum og koma nýjar gerðir ár hvert. Þau eru eitthvað sem ég er alltaf með á mér og í bókunum mí...

Read more