2025 Jibun Techo DAYs Yellow
JIBUN TECHO DAYs [A5 slim] er skipulagsbók þar sem boðið er upp á eina síðu fyrir hvern dag. Á síðunni er tímalína (með klst) svo auðvelt er að halda utan um skipulag fyrir hvern dag.
Pappírinn er léttur og þunnur og þægilegt að skrifa á hann. Við mælum með þessari fyrir þau sem vilja nákvæmnara tímaskipulag, markmiðasetningu og gott yfirlit yfir verkefni.
Hvað er í bókinni?
Mánaðaryfirlit með habit tracker fyrir hvern mánuð einnig er hægt að merkja við líðan fyrir hvern dag, to-do listi er vinstra megin á síðunni
Síða fyrir hvern dag - með tímaás, to do-lista og þrískiptu svæði sem hægt er að nýta fyrir punkta dagsins
Ársyfirlit fyrir 3 ár það getur verið gott að hafa yfirlit yfir árin þegar skipuleggja á langt fram í tímann
Ársskipulag - listi þar sem þú getur nótað niður það sem er væntanlegt þetta árið
Markmið ársins og aðrir viðburðir (listi) - Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast!
100 wish list - Hvaða 100 hluti langar þig að gera á komandi ári? Hvernig væri að leyfa sér að dreyma og skrifa allt sem þér dettur í hug! Nú ef það gleymist má alltaf nota listann fyrir kvikmyndir og þætti sem þú horfðir á
Þinn eigin listi - Þegar þú hefur skrifað 100 hluti niður þá færðu kannski aðra hugmynd og þá bíður bókin upp á þinn eigin lista
Monthly index page - Fyrir hvern mánuð er síða þar sem þú getur sett þér markmið, farið yfir mánuðinn framundan
Litið til baka yfir árið 2025 - það er nauðsynlegt að gefa sér stund til að fara yfir árið með sjálfum sér
--
'Kokuyo Jibun Techo' dagbókin er ekki eingöngu hugsuð sem skipulagsbók fyrir eitt ár, heldur frekar sem bók sem fylgir þér lengur og er samansafn upplýsinga sem þú þarft á að halda. Bókin býður upp á síður til þess að halda utan um markmið, árangur og ýmislegt sem kemur á daginn.
'Jibun' þýðir mitt eigið eða mitt á japönsku og 'techo' þýðir skipulagsbók - þín eigin skipulagsbók. Bókin er ekki bara dagbók heldur líka ákveðin leið fyrir þig til að læra nýja hluti um sjálfa/n þig!
Á síðu Jibun Techo geturu skoðað hvernig hægt er að nota bókina á fjölda vegu
_____
Jibun Techo er með vinsælustu dagbókum Japans. Hvort sem þú ert nemandi, vinnandi, eða vilt halda utan um persónulega lífið þitt er þetta hin fullkomlega dagbók. Hægt er að fá tvær tegundir af skipulagi, annaðhvort vikuyfirlit eða dagsyfirlit. Jibun Techo dagbækurnar einstaklega vandaðar með sérhönnuðum pappír sem þola nánast allt og þykja með betri pappírsgæðum í dagbókarheiminum
Choose options