



2026 Jibun Techo First Kit Mini Violet
First Kit dagbókin frá Jibun Techo er dagbók fyrir þá sem vilja ítarlegt skipulag og góða yfirsýn yfir árið, mánuðinn og vikuna. Í þessum dagbókarpakka er aðaldagbókin auk þess sem eru LIFE og IDEA bækur.
Þessi útgáfa er B6 slim sem er 190x120mm.
LIFE bókin inniheldur allskonar lista og kort til að merkja við allt það áhugaverða sem á sér stað í þínu lífi.
Í bókinni er til dæmis óskarlisti þar sem þú færð 100 línur til að skrifa allt það sem þig langar allra mest að eignast. Það þarf ekki einungis að vera hlutur það má líka vera reynsla. Svo er hægt að merkja við óskina þegar þú ert búin að öðlast hana.
Það er einnig mottó listi til að skrifa allt niður sem veitir þér innblástur. Lífsplan þar sem er hægt að skrifa niður markmið eða punkta til að halda utan um heimilið.Listi til að merkja við mikilvægar dagsetningar, hvort sem það eru frídagar eða afmæli. Kort af Japan og heimskort til að merkja við alla þá staði sem þú ferðast eða hefur ferðast til. Fréttir af sjálfum þér. Hvað er það sem gerir þitt hversdagslíf áhugavert? Hlutir sem þig langar til þess að muna seinnameir. Ættartré til að halda utan um alla, til dæmis fyrir næsta ættarmót. Lykilorðaskrá til að skrifa niður vísbendingar um lykilorð.
IDEA bókin er rúðustrikuð og hugsuð sem bók þar sem er frjálslega hægt að krassa eða glósa.
-
'Kokuyo Jibun Techo' dagbókin er ekki eingöngu hugsuð sem skipulagsbók fyrir eitt ár, heldur frekar sem bók sem fylgir þér lengur og er samansafn upplýsinga sem þú þarft á að halda. Bókin býður upp á síður til þess að halda utan um markmið, árangur og ýmislegt sem kemur á daginn.
'Jibun' þýðir mitt eigið eða mitt á japönsku og 'techo' þýðir skipulagsbók - þín eigin skipulagsbók. Bókin er ekki bara dagbók heldur líka ákveðin leið fyrir þig til að læra nýja hluti um sjálfa/n þig!
Á síðu Jibun Techo geturu skoðað hvernig hægt er að nota bókina á fjölda vegu
Choose options



