




2026 MD Paper mánaðarlímmiðar (litlir)
MD Paper mánaðarlímmiðar eru fullkomnir fyrir þá sem vilja setja upp sína eigin dagbók.
Í þessum pakka er að finna alls 16 blöð: 14 þeirra eru mánaðarlímmiðar og 2 seinustu eru með ársyfirliti.
Fyrsti mánuður pakkans er desember 2025 og seinasti mánuðurinn er janúar 2027. Árin sem þú færð yfirlit yfir eru árin 2026 og 2027.
Með notkun þessara límmiða ertu ekki bundin við neitt ákveðið kerfi nema það sem þú býrð til sjálf/ur. Límmiðarnir virka í allar bækur þar sem er nóg pláss og það eina sem þú þarft að gera til að byrja að skipuleggja þig er að ákveða besta staðinn!
Límmiðarnir eru framleiddir úr MD pappírnum góða sem er kremlitaður og því passar límmiðinn afar vel inn í MD Paper bók.
Þessir límmiðar eru litlu stærðinni (138 mm á hæð × 95 mm á breidd).
Choose options




