Goðsögur frá Kóreu og Japan (bók)
Goðsögur frá Kóreu og Japan er endursögn tíu valinna goðsagna á íslensku, fimm kóreskra og fimm japanskra. Sögurnar fjalla um hvernig ríki voru stofnuð og hvernig samskiptum milli guða og manna skuli vera háttað, og þær sýna heimsmynd þar sem skilin milli mannfólksins og þess guðlega eða yfirnáttúrulega eru oft óljós eða jafnvel ekki til staðar. Gerð er grein fyrir sögu og menningu landanna, sem og mismunandi landshluta, og hvernig sögurnar hafa varðveist fram á okkar daga. Hverri goðsögu fylgir einnig stutt umfjöllun. Bókin er kynning á ævafornum menningarheimum Kóreu og Japans og á ekki síður erindi við fullorðna en börn.
Unnur Bjarnadóttir þýddi og endursagði og Elías Rúni myndlýsti.
112 bls
Choose options
Goðsögur frá Kóreu og Japan (bók)
Sale price4.590 kr