




Hibino 2026 Grey (A6)
Hibino er lítil en þykk dagbók sem er góð fyrir þá sem vilja skrifa mikið á hverjum degi. Það sem gerir Hibino dagbókina sérstaka er það að í henni fær maður tvær blaðsíður á dag (eina opnu).
Dagbókin var hönnuð til þess að vera fjölhæf svo að hún henti mörgum mismunandi einstaklingum. Það má nota dagbókina til þess að skipuleggja vinnuna og krassa niður "to do" lista eða bara persónulega dagbók þar sem er mikið pláss til að skrifa og/eða skreyta. Blaðsíðurnar eru rúðustrikaðar (2.5mm) og myndu einnig henta vel til þess að teikna upp línurit eða til að skipta blaðsíðunni niður eins og þér hentar. Á opnunni er að finna tímalínu dagsins, veðurskrá og mánaðaryfirlit.
Hibino dagbókin er með stóru mánaðaryfirliti fremst í bókinni þar sem er nægt pláss til að fá yfirsýn yfir allt það mikilvægasta.
Bókin er inniheldur margt annað eins og bókamerki, ársyfirlit, framtíðarskrá og auka blaðsíður.
Alls inniheldur bókin 768 blaðsíður! Pappír dagbókarinnar er Tomoe River S.
Choose options




