
Jibun techo mini (A5 slim) pennaspjald
Jibun techo mini Shitajiki eða pennaspjald sem hentar fyrir Jibun Techo dagbók. Hægt að nota sem bókamerki svo að bókin þín opnist á réttan stað eða sem undirlag þegar þú ert að skrifa.
Þessi útgáfa er A5 slim sem er 210x130mm.
-
'Kokuyo Jibun Techo' dagbókin er ekki eingöngu hugsuð sem skipulagsbók fyrir eitt ár, heldur frekar sem bók sem fylgir þér lengur og er samansafn upplýsinga sem þú þarft á að halda. Bókin býður upp á síður til þess að halda utan um markmið, árangur og ýmislegt sem kemur á daginn.
'Jibun' þýðir mitt eigið eða mitt á japönsku og 'techo' þýðir skipulagsbók - þín eigin skipulagsbók. Bókin er ekki bara dagbók heldur líka ákveðin leið fyrir þig til að læra nýja hluti um sjálfa/n þig!
Á síðu Jibun Techo geturu skoðað hvernig hægt er að nota bókina á fjölda vegu
Choose options
