




KURETAKE vatnslitapensill (fínn)
Þessi pensill frá Kuretake er frábær ferðalangi ef þig skyldi langa til þess að mála þegar þú ert að heiman. Pensillinn er með hólfi sem maður fyllir af vatni og því þarftu ekki að vera með vatnsglas við hendina. Þú einfaldlega kreistir út smá vatni til að bleyta vatnslitinn og ert þá tilbúin/n í slaginn.
______
Kuretake er japanskt fyrirtæki sem hefur búið til ýmsar myndlistarvörur síðan árið 1902. Fyrirtækið byrjaði á því að framleiða svokallaða sumi pennslapenna sem voru oftast notaðir til að gera listaverk með bleki. Ásamt pennslapennum framleiðir fyrirtækið gvassvatnsliti sem eru afar fallegir og eru framleiddir á gamla mátanum sem þýðir það að þeir innihalda meðal annars hunang.
Choose options





KURETAKE vatnslitapensill (fínn)
Sale price990 kr