
Leuchtturm1917 (A5) harðkápa línustrikuð - Powder
Leuchtturm1917 bækurnar henta flest öllum hvort sem þú ert nemandi, fagmanneskja, listamaður eða einfaldlega að leita að góðu rými til að festa niður hugmyndir þínar.
Þýsk nákvæmni og áratuga reynsla endurspeglast í hverri einustu síðu. Sterk og slitþolin harðspjaldakápa, saumaður bókaryggur sem opnast alveg flatt, og hágæða pappír sem hentar fyrir flestar gerðir af ritföngum.
Í hverri einustu bók frá Leuchtturm1917 eru tvö bókamerki sem eru slitþolin og endingagóð. Aftast í bókinni er að finna vasa þar sem er hægt að geyma ýmislegt, eins og minnismiða, kvittanir eða límmiða. Bókinni fylgir líka límmiðaspjald þar sem eru ýmis límmiðar í nokkrum stærðum og gerðum til þess að merkja bókina þína.
Leuchtturm1917 bækurnar eru heimsfrægar. Margir nýta sér bókina til þess að búa til „bullet journal" þar sem maður setur sjálfur upp sitt eigið skipulag. Því er hægt að ráða nákvæmlega hvernig þú vilt hafa skipulagið og hversu ítarlega þú vilt skipuleggja allt það sem þú þarft að gera.
Annars eru aðrir vinsælir kostir fyrir þessa bækur að skrifa dagbók, klippa og líma í hana, handritarskrif, skrifa gagnrýni, glósubók fyrir skólann, skissubók o.sv.frv. Möguleikarnir eru endalausir með Leuchtturm1917.
Bækurnar fást í mörgum litum, stærðum og gerðum. Leuchtturm1917 er einnig með pennahaldara sem passa fullkomlega inn í þessa dagbók. Pennahaldari þessi límir maður inn í bókina og kemur í allskyns litum og tveimur stærðum sem má sjá hér
Leuchtturm1917 framleiðir gelpenna, kúlupenna og skrúfblýanta að nafni Drehgriffel. Drehgriffel línan hefur hlotið verðlaun í Þýskalandi. Drehgriffel úrval Nakano má sjá hér
Þessi bók er með línustrikuð (lined)
• Miðstærð (A5)
• Innbundin bók (hardcover)
• 145 x 210 mm
• 423 gr
• 251 blaðsíður
• Pappír (80 g/sm)
• 2 bókamerki
• Autt efnisyfirlit
• Vasi aftast
Choose options
