Skip to content

Cart

Your cart is empty

Ohuhu spritttúss S Illustration Color [60stk í pakka - tvíodda, brush & soft chisel]

Sale price13.990 kr

Settið inniheldur 60 líflega liti og einn litlausan blandara. Hér eru vinsælustu litirnir okkar saman komnir, fullkomnir til að skyggja, blanda og lita allt frá húðtónum til manga, teiknimyndir, karakterskreytinga og búningahönnunar. Litlausi blandarinn gerir manni kleift að blanda litum á sléttan og fagurfræðilegan hátt og búa til fallegar litabreytingar. 

Pennarnir eru áfyllanlegir og hannaðir til að endast ævilangt.

Lok pennanna eru litamerkt til að auðvelda val úr geymsluboxinu, og sérstakt kúluform á lokinu fyrir mini burstaoddinn gerir það fljótlegt að finna réttan odd. Hylkið sjálft er hannað með þægilegu gripi þannig að þú þreytist ekki þó þú teiknir allan daginn.

Blekið er alkóhólgrunnað og hannað til að lita jafnt án bletta. Það blandast áreynslulaust og skapar faglegar myndir hvort sem þú ert byrjandi eða reyndur listamaður. Það smitar ekki út eða klessist, en gott er að hafa plastplötu eða auka blað undir teikningunni til að koma í veg fyrir að liturinn smiti í gegn.

Allir 60 pennarnir koma í endingargóðu boxi. Best er að geyma pennana með litamerktu endunum upp til að auðvelda skipulag og að finna rétta litinn fljótt.